Í áfanganum vinna nemendur með myndbyggingu í þrívídd. Kannaðir verða fjölbreyttar vinklar þrívíddarinnar út frá mismunandi miðlum svo sem raunverulegum rýmum allt í kringum okkar en einnig út frá myndlist, kvikmyndum og byggingalist. Skoðað verður hvernig form, litir, áferðir og jafnvel hljóð hefur áhrif á skynjun okkar af rýmum.  Ýmsar aðferðir verða notaðar meðal annars unnið í skissum, teikningum, módelum, ljósmyndum og rýmisverkum. Lögð er áhersla á skapandi vinnubrögð í áfanganum.