Í áfanganum gefst nemendum kostur á að velja í hvaða miðil hann vill vinna allt eftir áhugasviði hvers og eins. Viðfangsefni nemenda geta tengst ákvörðunum þeirra um val á framhaldsnámi. Nemendur fá tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim verksviðum sem þeir þegar hafa nokkra þekkingu á, s.s. teikningu, málun, grafík, skúlptúr, hönnun, kvikmyndun, ljósmyndun o.fl., eftir því sem aðstæður leyfa. Nemandinn skal í upphafi áfangans gera lýsingu á verkefni sínu ásamt áætlun um framkvæmd verkefnisins og leggja fyrir kennara sinn.

Í lokaverkinu er gerð krafa um hugmyndaauðgi, listræna framsetningu og góðan frágang.

Við skil lokaverkefnisins á að fylgja skrifleg greinargerð þar sem fram koma forsendur fyrir vali á viðfangsefninu, hugmyndir að baki verkinu og lýsing á þróunarferli þess. Einnig þarf að koma fram og mat eða afstaða höfundar til t.d. hvort eða að hve miklu leyti fyrir fram ákveðnum markmiðum var náð.