Í áfanganum er áherslan lögð á ferlið frá frumskissu að málverki: Frumskissa, formrænt þróunarferli, litur, málverk. Hvernig hugmyndir þróast og myndverk verður til. Kennt verður að byggja upp upprökrænt þróunarferli sem leiðir til markvissrar niðurstöðu. Ítrekað skal að engin leið er sjálfgefin, að niðurstaðan fæst einungis með tilraunum og verður því markvissari sem fleiri möguleikar hafa verið kannaðir. Myndefnið er sótt í umhverfið, sjónræna upplifun, tilfinningar, veraldarvefinn, o.s.frv. Nemendur kynnast notkun tölvumiðla við þessa vinnu. Ítarlegar umræður fara fram um viðfangsefnið á öllum vinnslustigum. Þátttaka allra nemenda er mikilvæg í þeim umræðum til að sem flest sjónarmið komi fram