Markmið áfangans er að skapa undirstöðuþekkingu í hugmyndavinnu í þrívíðri hönnun og formrann­sóknum. Nemendur læra að leita forma í umhverfi sínu og ljá þeim nýtt samhengi. Það er þjálfað á fjölbreyttan hátt, með líkanagerð, skissum, teikningum og ljósmyndum í efnivið af fjölbreyttum toga. Áfanginn er byggður upp á styttri verkefnum með áherslu á skapandi vinnubrögð og hugmyndaauðgi. Áhersla er lögð á listrænan metnað og rannsóknarvinnu sem undirbyggir lokaniðurstöður í hverjum verkþætti. Nemendur kynna og rökstyðja niðurstöður verkefnanna hverju sinni með framsetningu sem við á. Áfanginn er ákjósanlegur undanfari fyrir þá sem hafa hug á arkitektúr eða öðru hönnunar­námi.