Í áfanganum er lögð áhersla á þrjá meginþætti:

Teikningu; sem tjáningarmiðil, notkun mismunandi teikniefna og verkfæra.

Myndgreiningu; þar sem nemendur læra að formgreina listaverk og dýpka þar með skilning sinn á sjónrænum forsendum myndlistarverka. Nemendur velja í samráði við kennara myndlistarverk, ung eða gömul, sem þeir rannsaka.

Myndbyggingu; þar sem nemendur eru þjálfaðir í að byggja upp myndverk/málverk í formi og lit. Krafa er gerð til mikillar sköpunar í þessari vinnu. Mikil áhersla er lögð á skissuvinnu, þjálfun í að leita myndefnis í hversdaglegu umhverfi og að raða upp eigin mynefni. Nemendur taka ljósmyndir og vinna þær áfram í skissuvinnu sem og í klippimyndum. Mælt er með hagnýtingu tölvutækni við þessa vinnu.

Lokaniðurstöður skulu ávallt byggðar á markvisst þróaðri skissuvinnu þar sem margvíslegir möguleikar hafa verið kannaðir.