Markmið áfangans er að rannsaka samspil ljóss og skugga á rýmismyndun. Unnin eru fjölbreytt verkefni í margskonar efnivið þar sem nemendur gera sínar eigin athuganir og þróa áfram skilning á viðfangsefninu. Unnið er með ljósið sem viðfangsefni út frá stærð og lögun ljósopa, ljósmagni, litum, endurkasti, ljós­stefnu, sólarstöðu, árstíma, veðri, umhverfi, notagildi, fagurfræði og rýmis­upp­byggingu. Nemendur kynna niðurstöður verkefnanna hverju sinni með framsetningu sem við á. Áfanginn er ákjósanlegur sem grunnur fyrir þá sem hafa hug á arkitektúr eða öðru hönnunarnámi.