Í áfanganum læra nemendur um þau atriði í beina- og vöðvabyggingu mannslíkamans sem mest hafa áhrif á útlit hans og möguleika til hreyfingar. Teiknað verður brjósthol beinagrindar, mjaðmagrind og höfuðkúpa, einnig vöðvabygging á brjóstkassa og baki, hálsvöðvar, maga-, handleggs- og lærvöðvar, andlit, hendur, fætur og liðamót. Við þessa vinnu verða notaðar eftirtaldar fyrirmyndir: beinagrind, vöðva- og beinateikningar úr bókum og á margmiðlunarformi og lifandi fyrirsætur. Krafist verður sjálfstæðrar rannsóknarvinnu af nemendum í formi reglulegra skila á skissuvinnu sem tengist viðfangsefninu og umræðum um hana