Í áfanganum læra nemendur að nýta sér forsendur fjarvíddarteikningar við gerð raunsærra mynda af umhverfi sínu. Nemendur þjálfa sig í vinnslu fjarvíddarverkefna með einum, tveimur og jafnvel þremur hvarfpunktum. Tveir þættir vega þyngst í vinnu áfangans: Annars vegar vinna nemendur tæknilega réttar teikningar með takmörkuðu svigrúmi til sjálfstjáningar og hins vegar nýta nemendur þessa þekkingu sína í frjálsari verkefnum í umhverfisteikningu. Þá fá þeir þjálfun í að greina eigin verk, verk samnemenda, arkitekta og myndlistarmanna með áðurnefndar forsendur og aðferðir í huga. Kynnt verða þrívíddarteikniforrit í tengslum við verkefni ef kostur er.