Í áfanganum teikna nemendur eftir lifandi fyrirmyndum, fyrirsætum. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér grund­vallaratriði við módelteikningu .Þeir tileinki sér rétta hlutfallaskiptingu manns­líkam­ans og noti hjálpargögn svo sem lóðlínu og hjálparlínur til að bera saman stærðar­hlutföll, hreyfingu og stöðu. Alhliða þjálfun er í teikningu og rannsókn á gildi og tjáningarmöguleikum línuteikningar. Í byrjun er unnið er með einfaldar og langar stöður sem síðan verða flóknari úrlausnar. Einnig er þjálfuð hraðteikning með mis­mun­andi aðferðum. Nemendur skulu þjálfaðir við að leggja mat á vinnu sína og annarra út frá mismunandi gildismati.