Í áfanganum teikna nemendur eftir lifandi fyrirmyndum, fyrirsætum, og til þess er notaður fjölbreyti­legur efniviður, svo sem viðarkol, krít, blek, blýantar, teikniblý og strokleður. Oft er fengist við hrað­teikningar í upphafi kennslustunda. Sömu áherslur og í fyrri áföngum, þ.e. grundvallarreglur ætíð í heiðri hafðar, slíkt ætti að vera fyrirhafnarlaust er hér er komið sögu. Krafist er vandaðra vinnu­bragða, svo sem nákvæmni í línu og vel unninna skygginga. Lögð er áhersla á alhliða þróun teikningarinnar, aukinn hraða og dirfsku við úrlausnir og að myndbygging sé í lagi. Stöður fyrirsæt­unnar krefjast meiri leikni og kunnáttu af hálfu nemandans. Nemendur kynni sér persónueinkenni listamanna sem sérstaka leikni hafa sýnt á sviðum teikningar og þá einkum mannlýsinga og dragi lærdóm þar af. Nemendur kynnast umræðu um stílbrögð