Í áfanganum teikna nemendur eftir lifandi fyrirmyndum, fyrirsætum. Teiknað er ýmist með blýöntum, viðarkolum eða krít. Rifjuð upp helstu grundvallaratriði varðandi modelteikningu.Teiknaðar eru ýmist langar eða stuttar stöður. Nemendur þjálfa færni sína við alla sömu þætti og í fyrsta áfanga model­teikningar. Notuð lóðlína og hjálparlínur til að bera saman stærðarhlutföll, hreyfingu og stöðu. Lögð áhersla á lifandi línu og nemendur reyna sig við skyggingar. Úrlausnir við stöður fyrirsætunnar stigþyngjast. Sérstaklega er hugað að höndum, fótum og andlitsteikningu. Við hraðteikningar er beitt fjölbreytilegum aðferðum.