Í áfanganum er fjallað um mismunandi lyfjaform, eiginleika og frásogstaði lyfja. Nokkrir grunnþættir í lyfhvarfafræði (þ.e. hvað verður um lyfin í líkamanum) eru teknir fyrir, s.s. frásog, dreifing, umbrot, helmingunartími, víxlverkanir og útskilnaður. Jafnframt er fjallað um verkun lyfja og þá þætti sem hafa áhrif á verkunina. Ákveðnir lyfjaflokkar eru teknir fyrir en þeir eru: Hjarta- og æðasjúkdómalyf, meltingarfæralyf, verkjalyf, sykursýkislyf, geðlyf og hormónalyf. Fjallað er um algengustu lyfin í þessum lyfjaflokkum. Megnináherslan er lögð á verkun og aukaverkun lyfjanna m.t.t. þess að sjúkraliði sé vakandi fyrir þessum þáttum í starfi. Jafnframt er fjallað um lyfjaofnæmi og einkenni þess. Farið er í uppbyggingu sérlyfjaskrár.