Í áfanganum eiga nemendur að tileinka sér nýjungar í meðhöndlun fyrir líkamann og kynnast mismunandi sérmeðferð og tækjum sem notuð eru. Nemendur kynnast helstu tækninýjungum sem fram hafa komið við líkamssnyrtingu. Nemendur kynnast efnum sem notuð eru við mismunandi sérmeðhöndlun (ilmolíum, kremum og vökvum) og þekki markmið og virkni líkamsmaska sem tilheyra sérmeðhöndlun (sjávar-, leir- og hitamaska).