Í áfanganum er kennd líkamsgreining og tækja- og hitameðferð fyrir líkamann. Lögð er áhersla á með- og mótvirkni meðferða. Nemendur læra um mikilvægi fæðuvals og almenna hollustuhætti. Þeir læra stöðluð greiningarform fyrir líkamann (undir-, meðal- og yfirþyngd), þeir læra mismunandi líkamsstöður og líkamsástand. Kynnast mismunandi fituvef húðar og hvað hefur áhrif á hann. Þekkja mismunandi straum­tegundir sem notaðar eru í líkamsmeðferð og blöndun þeirra.