Í áfanganum er farið yfir vöðvabyggingu líkamans, sögu og uppruna nudds, tilgang og áhrif þess á líkamann. Gerð er grein fyrir efnum sem notuð eru við nudd og mis­munandi nuddtækni. Lögð er áhersla á að nemandi öðlist skilning á áhrifum og virkni nudd­hreyfinga. Nemendur læra um beinabyggingu líkamans, þeir kynnast grunn­lægum vöðvum líkamans, staðsetningu, upptökum, festu og hreyfingum þeirra og kynnast því hvernig hægt er mynda æskilegt vinnuumhverfi fyrir líkamsnudd. Nem­endur kynnast áhrifum nudds á húðvefi, vöðva, æða- og sogæðakerfi líkamans.