Í áfanganum er fjallað um undirstöðuþætti mannslíkama, frumuna og líffæri hennar. Fjallað er um hvernig fruma myndar vefi, vefir mynda líffæri ásamt sérhæfingu og hlutverki vefja. Fjallað er um samvægi-homeostasis líkamans og hvernig líkaminn stuðlar að þessu jafnvægi. Fjallað er um húð og sérkenni hennar. Fjallað er um bein og vöðva, lögð fram verkefni og æfingar í tengslum við námsefnið. Fjallað er um starfsemi miðtaugakerfis og úttaugakerfis. Fjallað um hina ýmsu heilahluta og þeir staðsettir, verkefni lögð fram í tengslum við námsefnið. Fjallað er um starf innkirtla og áhrif hormóna á mannslíkama.