Í áfanganum læra nemendur betur á myndavélina og öll þau tæknilegu atriði sem henni fylgja. Lögð eru fyrir ný verkefni í hverjum tíma ásamt einu stóru lokaverkefni sem unnið er að alla önnina en skilað í lokin. Nemendur læra undirstöðuatriði í myndvinnslu í forritinu Photoshop og vinna myndirnar sínar þar. Farnar eru ferðir út á land og í stúdíó til að mynda. Farið er á ljósmyndasýningar og lögð er áhersla á að þjálfa augað og vinna myndrænt út frá hugmyndum.