Í áfanganum kynnast nemendur tilgátum um skynjun mannsins og fjölbreytta mögu­leika hans til að tjá sig í listum og hönnun. Farið verður í einstaka þætti lista og hönnunar með tilliti til skynjunar, túlkunar, tjáningar, fagurfræði og táknfræði. Nem­endur kanna meðal annars tvívíddarmyndverk (teikningu, málverk, ljósmyndir, prent­hönnun, skjáhönnun), þrívíddarmyndverk (skúlptúr, rýmislist, arkitektúr, hönnun), gerninga, tónlist, dans, kvikmyndir, leiklist og óperu. Fyrri hluta annarinnar eru nem­endur í bóklegu námi en síðari hluta annarinnar stunda þeir sjálfstæða athugun á ýmsum greinum lista og hönnunar í hópvinnu. Umræður um álitamál skipa stóran sess í áfanganum.