Í áfanganum læra nemendur um menningu og listir í ákveðnu samhengi tíma og rúms. Myndlist, byggingarlist, hönnun, ljósmyndun, kvikmyndir, tónlist og leiklist eru skoðuð í samhengi hvert við annað og við umhverfið. Nemendur vinna í hópum að öflun og úrvinnslu upplýsinga og kynna síðan niðurstöður sínar í lok hverrar lotu þar sem áhersla er lögð á myndræna og lifandi framsetningu með nýtingu sem flestra miðla. Stefnt er að því að kynna nem­endum tengsl lista við félagslegan veruleika á hverjum stað og tíma og gefa þeim tækifæri til að kanna þróun menningar á ákveðnum stöðum og bera saman við aðstæður á Íslandi