Í áfanganum kynnast nemendur menningarumhverfi samtímans og setja það í sam­hengi við söguna og þær hugmyndir sem að baki liggja. Námið byggist á virkri þátttöku nemenda þar sem þeir nýta sér aðstoð kennara við að kynna sér það sem efst er á baugi í menningarlífinu, jafnt hámenningu sem lágmenningu, tísku, hönnun, söfn, sýningarsali, leikhús, kvikmyndir, myndlist, lífsstíl og fjölmiðla. Nemendur kynna síðan niðurstöður sínar hver fyrir öðrum með lifandi og fjölbreyttum hætti þar sem áhersla er lögð á myndræna og lifandi framsetningu með nýtingu sem flestra miðla.