Í áfanganum vinna nemendur að verkefnum í samráði við kennara. Hver nemandi skili einnar einingar vefsíðuefni eða heimildaritgerð sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum. Nemendur þjálfast í að takast á við margvísleg verkefni, og greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, svo sem í kennslubókum, fjöl­miðlum, fræðiritum og á Netinu, þjálfist í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra að fjöl­breytilegum verkefnum, sýni að þeir geti tengt saman þekkingu úr mörgum fögum og þjálfist í að móta sér sína eigin skoðun studda rökum og niðurstöðum athugana, sinna eigin eða annarra.