Í áfanganum er fjallað um sögu erfðafræðinnar, frumuskiptingu, litninga og gen, myndun kynfrumna og frjóvgun og erfðamynstur lífvera. Einnig er fjallað um gerð litninga og hvernig þeir stjórna myndun prótína. Fjallað er um atburðarás við prótínmyndun, stökkbreytingar, litningabreytingar, tíðni og jafnvægi gena í ólíkum stofnum, ásamt sérkennum í erfðum örvera. Fjallað er um helstu aðferðir sem beitt er í erfðarannsóknum og erfðatækni. Verkefnavinna er í tengslum við efni áfangans. Nemendur læra um sögu erfðafræðinnar, lykilhugtök erfðafræðinnar, um litninga og gen, lögmál Mendels, feril frumuskiptingar, gerð og starfsemi litninga, dæmi um erfðir gerla og veira og nokkrar grunnaðferðir sem notaðar eru í efðarannsóknum og erfðatækni.