Í áfanganum kynnast nemendur vistfræði sem fræðigrein, farið er í aðferðafræði hennar og helstu viðfangsefni. Fjallað er um sérstöðu Íslands og gerðir vistkerfa í sjó, ferskvatni og á landi. Lífrænir og ólífrænir þættir eru teknir fyrir. Gerð er grein fyrir upp­byggingu, orkuflæði og efnahringrásum vistkefa. Fjallað er um líffræðilegan fjöl­breytileika, framvindu, áhrif mannsins á vistkerfi og náttúruvernd. Einnig er fjallað um stofna, lögmál þeirra og helstu mælingaaðferðir og rannsóknir á stofnum. Nytja­stofnar og sjálfbær nýting lífrænna auðlinda er tekin til umfjöllunar. Rætt er um að­lögun og hæfni lífvera og áhirf vistfræðilegra þátta á þróun þeirra og atferli. Þá er fjallað um sögu umhverfisfræðinnar og helstu umhverfisvandamál samtímans, íslensk og alþjóðleg; uppblástur og landeyðingu, gróðurhúsaáhrif, eyðingu ósonlagsins, súrt regn og mengun þrávirkra eiturefna og geislavirkra efna. Verkefnavinna, tilraunir og vettvangsferðir í tengslum við efni áfangans.