Í áfanganum er farið í líkamsstarfsemi dýra og plantna. Fjallað er um fæðunám, meltingu, öndun, blóðrás, taugakerfi, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, hreyf­ingu, æxlun, fósturþroskun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líf­færakerfi er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starf­semi en einnig um algengustu frávik. Verklegar æfingar og verkefni í tengslum við efni áfangans. Nemendur læra hlutverk, gerð og starfsemi helstu líffærakerfa í plöntum og dýrum, lýsa myndun efna í ljóstillífun og kynnast líffærakerfi í ólíkum lífverum.