Áfanginn er í námskeiðsformi, átta tímar bóklegt og fjórir tímar verklegt. Áfanginn er próflaus en skyldumæting í alla tíma. Í áfanganum er fjallað um helstu áhersluatriði líkamsbeitingar og vinnutækni. Áhersla er lögð á líkamsbeitingu sjúkraliða á sjúkra­stofnunum. Nemendur kynnast almennum grunnhreyfingum í beitingu líkamans við hin ýmsu störf og hvernig nýta má mismunandi vöðvahópa til að létta störfin. Nem­endur þjálfast í að nýta sér grunnhreyfingar við flóknari störf við umönnun sjúklinga, s.s. að snúa sjúklingi í rúmi og hjálpa lömuðum einstaklingi í stól. Nemendur þekkja grunnhreyfingar við líkamsbeitingu s.s. hnébeygjur og þungaflutninga í gangstöðu, þeir þekkja sjúkrarúmið og mögulegar stillingar til vinnuhagræðingar, tækni við að flytja sjúkling ofar í rúm og geti aðstoðað helftarlamaðan einstakling við að standa á fætur og einnig að setjast í stól.