Í áfanganum læra nemendur að þekkja lofthjúp jarðar og að útskýra þá krafta sem stýra hreyfingum lofts, alla flokka skýja. Þeir geti spáð fyrir um veðrabreytingar, noti og teikni veðurkort, geti gert grein fyrir tengslum veðurfars og gróðurbelta, þekki einkenni og áhrif hafstrauma. Einnig geti þeir fjallað um ástand, eiginleika og mikil­vægi sjávar fyrir Ísland. Nemendur læra um lofthjúpinn, geislun, orkuskipti, hitafar, loftþrýsting, vinda, raka, ský, úrkomu, veðrabreytingar, loftmassa, skil, lægðir, veður­mælingar, veðurspár, veðurkort, veðurfar, loftlagsbelti og gróðurbelti. Þá verður farið í einkenni hafsins, sjávarbotninn, seltu, hreyfingar sjávar, hafís, hafstraumar og lífs­skilyrði í sjó.. Að lokum læra nemendur um jarðveg og gróðurfar.