Í áfanganum læra nemendur almenna jarðsögu, Helstu atriði eru: uppruni og myndun jarðar, tímatal, aldursákvarðanir, jarðsögutaflan, jarðskorpuhreyfingar, loftslags­breyt­ingar, þróun lífvera og massadauði lífvera. Fjallað er um landrek, plötukenning­una og jarðfræði einstakra svæða með tilliti til landreks, heita reitiog kenningar um uppruna kviku. Opnun N- Atlantshafs og myndun Íslands. Jarðsaga Íslands: Aldur landsins, eldvirkni ákveðinna svæða, megineldstöðvar og þróun gosbelta, þróun lífríkis og loftslagsbreytingar, kenningar um ísaldir, jarðfræði einstakra svæða.Nemendur túlka og teikna jarðfræðikort, halda fyrirlestra um ákveðið efni og farið verður í vettvangsferð. Stefnt er að því að nemendur geti gert grein fyrir kenningum um uppruna og aldur jarðar, geti skýrt jarðsögutöfluna og sagt frá einkennum hverrar aldar í sögu jarðar m.t.t. þróunar lífvera, jarðskorpuhreyfinga og loftslagsbreytinga. Þeir geti gert grein fyrir jarðsögu Íslands m.t.t. landreks, loftslags, jarðlaga, eldvirkni og lífríkis og þekki mismunandi kenningar um massadauða lífvera og geti fjallað um ísaldir og kenningar um orsakir þeirra.