Í áfanganum læra nemendur um helstu gerðir eldstöðva og mismunandi eldvirkni þeirra. Farið er í storkubergsmyndanir, bergtegundir og steindir, jarðskjálfta, jarð­skjálftabylgjur, jarðskjálftaspár og tjón af völdum jarðskjálfta, landmótun sem stjórnast af útrænum öflum s.s., vatnsföll, jöklar, sjór og vindur. Þá er ferið í mis­munandi gerðir vatnsfalla, rennslishætti, landmótun og vatnasvæði, myndun og gerð jökla, hafið og sjávarrof. Í verklegum æfingum er farið í steindagreiningu greiningu berg­tegunda, jarðlagasnið og kort teiknuð og túlkuð. Vettvangsferð. Stefnt er að því að nemendur geri sér grein fyrir notagildi jarðfræðiþekkingar með íslenskar aðstæður að leiðarljósi, geti beitt öllum algengustu hugtökum og heitum í jarðfræði í umfjöllun sinni um myndun og mótun náttúrufyrirbæra.