Í áfanganum er kennd þjálfun barna á aldrinum 6-9 ára hjá íþróttafélögum eða í íþróttaskóla/frístundaskóla fyrir sama aldurshóp. Starfið getur verið tengt fjölbreyttri þjálfun í íþróttagrein hjá íþróttafélagi, ýmsum félagasamtökum eða starf í íþrótta- og frístundaskóla íþróttafélags eða grunnskóla. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun og þjálfa/kenna með íþróttakennara eða þjálfara. Æfingaáætlun og kennsla er metin í lok æfingakennslutímabils. Efnisatriði: Æfingaáætlun, æfingaseðill, stöðvaþjálfun, leikir, þroskaþættir 6-9 ára barna.