Í þessum áfanga er byggt ofan á efni fyrri ÍÞF áfanga. Til dæmis verður farið nánar í íþróttameiðsli, meðferð og forvarnir. Farið verður yfir samspil næringar, heilsu og íþróttaiðkunar og nemendur fræðast um neyslu fæðubótaefna fyrir íþróttamenn. Kennd verða helstu atriði varðandi skipulag íþróttaþjálfunar og nemendur nýta sér þekkingu sína í þjálffræði til að útbúa æfingaáætlanir fyrir ýmsa hópa. Þá verður fjallað um lyfjaneyslu og misnotkun íþróttamanna. Komið verður inn á það sem efst er á baugi varðandi íþróttarannsóknir bæði á Íslandi og erlendis. Áfanginn er bóklegur.