Í þessum áfanga er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu. Auk þess er komið inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu, s.s. Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta. Fjallað er um íþróttir sem gildi og menningarþátt í nútímasamfélagi. Komið er inn á félagslegar rannsóknir á sviði íþrótta hér á landi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun og tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, s.s. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreks­mannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu bæði hérlendis og erlendis