Í áfanganum er farið yfir líffærafræði mannslíkamans. Byrjað er á að fara yfir byggingu og starfsemi frumunnar. Einnig er farið yfið beinafræði, liðamót og vöðvafræði mannslíkamans. Lögð er áhersla á byggingu beina. Einnig að kunna heiti beina á íslensku og latínu og staðsetningu þeirra. Einnig er farið yfir öll liðamót mannslíkamans, uppbyggingu, heiti þeirra og staðsetningu. Að síðustu er farið yfir vöðvafræðina. Heiti vöðva á latínu, upptök þeirra, festa og starf.