Í áfanganum er horft á kvikmyndir allt frá upphafi kvikmyndagerðar til okkar daga. Sýndar verða 8-10 myndir í fullri lengd auk brota úr mörgum myndum. Farið verður yfir kvikmyndamálið sjálft og helstu hugtök sem tengjast því s.s. ólíkar gerðir klippinga, hreyfingu tökuvélar, innrömmun o.fl. Rætt verður um helstu stefnur og áhrifavalda sem mótað hafa kvikmyndir, ekki síst þá kvikmyndahefð sem kennd er við Hollywood. Einnig er farið yfir fyrirbærið kvikmyndastjarna, hvernig stjörnuímyndir eru búnar til og hvernig þeim er viðhaldið. Heimildamyndir verða skoðaðar sérstaklega og ólíkar aðferðir við að miðla heimildaefni. Horft verður á þrjár til fjórar heimildamyndir. Ekkert lokapróf er í áfanganum en nemendur skrifa ritgerðir um fimm valdar myndir, semja og flytja kynningu á ólíkum kvikmynda­greinum og taka tvö próf úr lesnu efni.