Í áfanganum eru rifjuð upp megineinkenni íslenska hljóðkerfisins. Farið er yfir íslensk­ar mállýskur og málfarsmun og nemendur kynnast félagslegum málvísindum. Skyld­leiki tungumála er tekinn fyrir og ýmis einkenni tungumála skoðuð, einkum þeirra sem nemendur hafa lært. Í áfanganum eru einnig skoðuð einstök atriði íslenskrar málsögu.