Í áfanganum lesa nemendur bókmenntir og bókmenntasögu frá upphafi 20. aldar fram á okkar daga. Þeir kynnast helstu höfundum og verkum þeirra og tengja straumum og stefnum í þjóðfélags- og menningarmálum. Nemendur greina og túlka ljóð, smásögur og skáldsögur og farið er yfir helstu hugtök bókmenntagreiningar. Farið er í leikhús og horft á kvikmyndir sem tengjast efni áfangans. Nemendur fjalla bæði munnlega og skriflega um þau verk sem lesin eru í áfanganum.