Í áfanganum er farið yfir efni frá lærdómsöld, upplýsingaröld, rómantíska tímabilinu og tíma raunsæis. Lögð er áhersla á tengsl bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum til aldamótanna 1900. Athugað er sérstaklega hvernig bókmenntatextar tímabilanna endurspegla þá þjóðfélagsgerjun, strauma og stefnur sem einkenna hvert þeirra. Eitt bókmennaverk, sem fjallar um þennan tíma, er krufið. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig um bókmenntir tímabilsins í ræðu og riti. Einnig er farið yfir helstu bragarhætti og bragreglur, fjallað um myndmál og helstu stílbrögð.