Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir frá upphafi til siðaskipta, bæði laust mál og bundið. A.m.k. ein löng Íslendinga saga er lesin og tvö til fjögur Eddukvæði. Auk þess er farið yfir ýmsa aðra texta og fjallað rækilega um bókmenntasögu tímabilsins. Nemendur tjá sig í ræðu og riti um fornbókmenntir og fá þjálfun í notkun heimilda. Stefnt er að því að nemendur öðlist skilning á bókmenntasögu miðalda og hvernig hún skiptist í tímabil og að þeir átti sig á ólíkum bókmenntagreinum og þekki einkenni þeirra.