Íslenska á framhaldsskólabraut

Áfanginn er heilsárs áfangi, ISL1936 er kenndur á haustönn og ISL2936 á vorönn. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti  kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar. Þeir lesi stutta texta, smásögur og blaðagreinar. Nemendur fái þjálfun í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Þeir læri undirstöðu hugtök í ljóðgreiningu, málfræði og stafsetningu. Nemendur læri að meta góða málnotkun og öðlist trú á eigin málhæfni í ræðu og riti.

Þeir nemendur sem fá 8,0 í heildareinkunn á haustönn fara í ISL1026 á vorönn.