Í áfanganum eru lesnir textar frá ýmsum tímum bókmenntasögunnar. Við umfjöllun um textana eru nemendur æfðir í því að beita bókmenntafræðilegum hugtökum eftir því sem tilefni gefst. Jafnframt er hugað að ólíkum málfarseinkennum textanna og vakin athygli á því hvernig setningafræðileg hugtök eins og frumlag, umsögn, andlag, nafnliður, sagnliður, setning, aukasetning, málsgrein, aðalsetning, aukasetning o.s.frv. nýtast við lýsingu og samanburð þeirra. Nemendur eru þjálfaðir í ritun og frágangi ritsmíða með því að semja stutta texta sem ýmist er skilað skriflega, frágengnum í tölvu eða þeir eru fluttir í tíma.