Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar og að þeir lesi fjölbreytta texta, s.s. skáldsögur, smásögur og aðrar frásagnir, greinar eða ljóð. Nemendur lesa valda bókmenntatexta auk texta að eigin vali. Einnig verða aðrir miðlar kynntir s.s. kvikmyndir. Farið verður yfir helstu hugtök í bókmenntafræði jafnframt lestrinum og kvikmyndir skoðaðar og skilgreindar. Nemendur fá þjálfun í ritun, tjáningu og málnotkun. Þeir eru æfðir í notkun orðabóka, bæði til að auka kunnáttu í stafsetningu og til að auka orðaforða og lesskilning. Auk þess fá þeir þjálfun í upplestri og frágangi ýmiss konar texta.