Í áfanganum læra nemendur um smíði innréttinga og innihurða með áherslu á spónlagningu og yfirborðsmeðferð, pússingu, lökkun og vélvinnslu plötuefnis. Lögð er áhersla á grunnatriði spónlagningar, spónskurð, mynstrun og spónlímingu. Farið verður yfri samsetningar á plötuefni, smíðafestingar, smíðatengi og uppsetningar á innréttingum. Gerð er greint fyrir iðnaðarframleiðslu á innréttingum og innihurðum og mikilvægi þess að staðla vinnuferli, stærðir og lögum framleiðsluvörunnar. Farið verðu í viðarfræði og framleiðslu á viðarspóni.