Í áfanganum er nemendum kennt með dæmum og æfingum. Fjallað er um skjólstæðinga sjúkrastofnana á öllum aldri, sjúkrastofu, vinnuumhverfi, ýmis hjúkrunargögn og hjálpartæki. Kenndur er umbúnaður og persónuleg hirðing. Eftirlit og athuganir s.s. hiti, púls, öndun og blóðþrýstingur. Fjallað er um umgengni við sterila hluti. Einfaldar sýnatökur kenndar. Farið í smitgát og sýkingavarnir. Stefnt er að því að nemendur geti veitt almenna aðhlynningu og þekki grundvallaratriði í almennri hjúkrun. Undirbúningur undir verknám á sjúkrastofnunum.