Nemendur taka VIN 305 samhliða hjú 503.
Hjú 503 er fimmti og síðasti hjúkrunaráfanginn með áherslu á samspil fjölskyldunnar og samfélagsins.. Fjallað er um hugtök og kenningar í fjölskylduhjúkrun og farið í kenningar um þroskaferil einstaklingsins og fjölskyldunnar. Hugtök og kenningar í tengslum við barneignir eru kynntar, fjallað er um eðlilega meðgöngu,fæðingu og sængurlegu og afleiðingar neyslu áfengis og eiturlyfja á meðgönguna, ungabarnið og unglingsárin. Geðraskanir og áhrif þeirra veikinda á fjölskylduna og einstaklinginn svo og ofdrykkju og áhrif hennar á alla fjölskyldumeðlimi og helstu forvarnir í þeim málum.Meginmarkmið er að nemandi kynnist hugmyndafræði þroskakenninga kynnist hugmyndum um fjölskyldukenningar og ágæti þeirra í vinnu okkar og fái innsýn í þau áhrif sem veikindi eins fjölskyldumeðlims hefur á fjölskylduna alla.