Í áfanganum kynnast nemendur öldrunarþjónustu á Íslandi og einstaklingshæfðri hjúkrun. Fjallað er um líkamlega, andlega og félagslega öldrun og hvernig sjúkdómsmyndir birtast hjá öldruðum. Áhrif stofnanavistunar á einstaklinginn og ýmis þroskaverkefni aldraðra tengd einmanaleika, missi, sorg og sorgarviðbrögðum eru tekin fyrir. Nemendur fræðast um einkenni einstakra sjúkdóma, meðferð og umönnun tengda þeim s.s. heilabilun, Alzheimer, heilablóðfall, þunglyndi og Parkinsonssjúkdóminn. Jafnframt er fjallað um umönnun aldraðra einstaklinga sem eru með sjúkdóma tengda hjarta- og æðakerfi, öndunarfærum og stoðkerfi. Farið er í fæðu- og vökvaþörf aldraðara. Vandamál tengd þvagfærum og meltingafærum. Samskipti við einstaklinga sem komnir eru með breytingar á skynfærum eru rædd og hjálpartæki kynnt. Lögð er áhersla á forvarnir í öllum ofangreindum þáttum.