Í áfanganum er fjallað um hugtök og hugmyndir sem tengjast aðhlynningu sjúkra á sjúkrastofnunum. Nemendur kynnast kenningum V. Henderson og Maslows. Fjallað um hjúkrunarhugtakið, mannleg samskipti, tjáskipti og trúnað. Fjallað um áhrif rúmlegunnar á sjúklinginn og helstu fylgikvilla hennar, um sársauka og mismunandi verkjaskynjun. Nemendur fá fræðslu um svefn og hvíld og læra grunnþætti almennrar hjúkrunar. Dæmi um efnisatriði: Blóðþrýstingur hiti, , púls, hjúkrun sjúklinga með ógleði, uppköst, niðurgang, hægðatregðu, bjúg, þurrk og öndunarerfiðleika. Einnig er fjallað um trúarþarfir sjúklinga.