Í þessum áfanga fá nemendur að kynnast viðfangsefnum heimspekinga frá ólíkum tímum. Spurningin ,,Hvað er gott líf” verður í forgrunni og fléttast hún saman við áhugaverð hugtök úr heimspekisög­unni, svo sem frummynd, sál, rök, breytni og dygð. Saga heimspekinnar er uppfull af spennandi dæmum um skapandi hugsun og nýstárlegar hugmyndir. Áhersla verður lögð á lifandi umræður í kennslustundum – en heimspekikaffihús og heimspekileg greining á kvikmynd eru einnig meðal dag­skrárliða.