Í áfanganum læra nemendur um bein og vöðva framhandleggja og handa og séreinkenni húðar á höndum. Nemendur læra orsakir mismunandi naglavandamála svo sem um þunnar, þykkar, hrjúfar eða klofnar neglur. Áhersla er lögð á upp­bygg­ingu nagla og um naglaumgjarðar og efnis- og vöruþekkingu grunnsnyrtivara fyrir hand­snyrtingu. Nemendur læra að þekkja bein og staðsetningu, upptök, festu og hreyf­ingu vöðva handleggja og hand