Í áfanganum læra nemendur verklag við handsnyrtingu. Þeir læra uppsetningu og undirbúning vinnuaðstöðu og móttöku viðskiptavina. Áhersla er lögð á grunnþætti handsnyrtingar eins og að þjala og bóna neglur, hreinsa naglabönd og jafnframt á vöruþekkingu sem tengist fyrrgreindum verkþáttum. Nemendur læra handanudd og naglalökkun og að greina algengustu naglavandamál.