Í áfanganum öðlast nemendur færni í að fjarlægja hár með ólíkum rafrænum aðferðum. Þeir kynnast áhrifum rafstraums á húð við hárslíður og læra um samspil rafstraumstyrks og grófleika hárs og rakastigs húðar. Nemendur læra að velja háreyðingaraðferðir og beita faglegum vinnubrögðum við rafræna háreyðingu (við innsetningu nálar og fjarlægingu hárs). Þeir geta greint á öruggan hátt hárvaxtarstig við meðferð og læra að ráðleggja af öryggi um háreyðingu (ferli meðferðar, eftirmeðferð).