Í áfanganum læra nemendur verklag við fótsnyrtingu. Þeir læra um bein og vöðva fótleggja og fóta. Tekin eru fyrir séreinkenni húðar á fótum og tánöglum. Kennt er að setja upp og undirbúa vinnu­aðstöðu og taka á móti viðskiptavinum. Áhersla er lögð á grunnþætti fótsnyrtingar þ.e. naglaþjölun og bónun, hreinsun naglabanda og siggs ásamt fótanuddi og lökkun tánagla. Lögð er áhersla á efnis- og vöruþekkingu varðandi alla verkþætti fótsnyrtingar